Episodes
Wednesday Aug 19, 2020
13. Er þér sama?
Wednesday Aug 19, 2020
Wednesday Aug 19, 2020
Af hverju erum við stöðugt að velta okkur upp úr því hvað öðru fólki finnst? Eigum við ekki bara öll að vera nákvæmlega eins og við erum í friði, hvað svo sem öðrum finnst um það? Ef við viljum ganga með kúrekahatt alla daga, vera alltaf í grænum skóm, já eða baða okkur nakin útí læk - þá skulum við bara gera það! Ingileif og María ræða það hvers vegna við ættum öll að hætta að pæla í öðru fólki og fara að láta okkur vera aðeins meira sama.
Tuesday Aug 11, 2020
12. Hvað er svona og hvað er hinsegin?
Tuesday Aug 11, 2020
Tuesday Aug 11, 2020
Hvað er að vera svona og hvað er að vera hinsegin? Ingileif og María ræða hinseginleikann í tilefni Hinsegin daga sem fóru fram á dögunum. Hvernig er það að vera hinsegin einstaklingar á Íslandi í dag, og hvers vegna skilgreinum við okkur hinsegin þegar við erum ekkert öðruvísi en næsta manneskja?
Tuesday Jul 21, 2020
11. Hvað er fjölskylda?
Tuesday Jul 21, 2020
Tuesday Jul 21, 2020
Fjölskyldur eru alls konar. Í þessum þætti fara Ingileif og María yfir mismunandi fjölskylduform og mikilvægi þess að búa til pláss fyrir alls konar fjölskyldur í samfélaginu - ásamt því að ræða sína upplifun af því að skapa fjölskyldu saman.
Þátturinn er í boði Domino's og Chito Care.
Thursday Jul 16, 2020
10. Sannleikurinn eða kontór?
Thursday Jul 16, 2020
Thursday Jul 16, 2020
Í 10. þætti Raunveruleikans fara Ingileif og María um víðan völl og leyfa flæðinu að ráða. Þátturinn er með aðeins öðru sniði en vanalega, og laus í reipunum - en það er líka sumar og það má! Þær rifja upp ýmis bernskubrek og vandræðaleg augnablik, í bland við hinn víðfræga sannleikann eða kontór, SPK - já eða rússneska póstinn. Meira um það í þættinum!
Þátturinn er í boði Domino's og Chito Care.
Tuesday Jul 07, 2020
9. Viltu giftast mér?
Tuesday Jul 07, 2020
Tuesday Jul 07, 2020
Eftir fjölda áskorana ákváðu Ingileif og María, í tilefni af tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu, að helga nýjasta þátt Raunveruleikans þeirri mannlegu athöfn að gifta sig. Giftingar geta verið alls konar og eru jafn mismunandi og fólkið sem kýs að innsigla ást sína með þeim hætti. Hjónurnar fara um víðan föll, ræða eigið brúðkaup og umstangið sem því fylgdi auk þess að rifja upp ýmsar minningar því tengdu. Þátturinn er í boði ChitoCare og Dominos og var tekinn upp í „stúdíó-ömmu“ á Flateyri.
Tuesday Jun 30, 2020
8. Viltu koma í ferðalag?
Tuesday Jun 30, 2020
Tuesday Jun 30, 2020
Ferðasumarið 2020 er hafið og í þetta skiptið munu líklegast flestir ferðast innanlands. En hvert er skemmtilegast að fara, hvar eru bestu náttúrulaugarnar og er hringurinn í raun hringurinn án mikilvægasta landshlutans? Ingileif og María fara á léttum nótum yfir ferðalög um landið og deila sögum af sínum ferðalögum. Gleðilegt ferðasumar!
Tuesday Jun 23, 2020
7. Hvað er hamingja?
Tuesday Jun 23, 2020
Tuesday Jun 23, 2020
Við leitum mörg hver allt lífið að hinni einu sönnu lífshamingju. En hvað raunverulega gerist þegar við setjum hamingjuna á slíkan stall? Erum við of upptekin við að leita að einhverju, og gleymum að sjá hvað er beint fyrir framan okkur? Ingileif og María ræða um hamingjuna, hvað hún er og hvernig við getum séð hana allt í kringum okkur, ef við erum tilbúin að horfa.
Tuesday Jun 16, 2020
6. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gengið í gegnum?
Tuesday Jun 16, 2020
Tuesday Jun 16, 2020
Kemst einhver í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum? Það eru hverfandi líkur á því. Áföll móta okkur og eru oft rót ýmissar hegðunar hjá okkur öllum. María opnar sig upp á gátt um sitt stærsta áfall, og hvernig henni hefur tekist að vinna sig út úr því. Hjónin fara svo yfir það hvað áföll geta kennt okkur og hvernig við getum unnið úr þeim.
Tuesday Jun 09, 2020
5. Ertu með fordóma?
Tuesday Jun 09, 2020
Tuesday Jun 09, 2020
Fordómar eru víða og eiga sér ýmsar birtingarmyndir. En hvernig upprætum við þá? Í þessum þætti Raunveruleikans ræða Ingileif og María mikilvægi þess að horfast í augu við eigin fordóma, hvers vegna fjölbreytileikinn er mikilvægur og hvernig forréttindi okkar geta oft blindað okkur.
Tuesday Jun 02, 2020
4. Er ég góð manneskja?
Tuesday Jun 02, 2020
Tuesday Jun 02, 2020
Hvað er það sem gerir fólk að góðum manneskjum? Viljum við verða bestu manneskjur í heimi? Ingileif og María ræða ýmsar manngerðir, hvernig hægt er að leggja sig fram við að verða betri og velta því upp hvað það er sem raunverulega skiptir máli í þessu lífi.